Liverpool í vænlegri stöðu eftir sigur

Leikmenn Liverpool fagna öðru marki sínu í kvöld.
Leikmenn Liverpool fagna öðru marki sínu í kvöld. AFP

Liverpool vann 2:1-útisigur á Hoffenheim í fyrri leik liðanna í umspilseinvígi um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Hinn 19 ára gamli Trent Alexander-Arnold kom Liverpool í 1:0-forystu með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu en Andrej Kramarić hafði brennt af vítaspyrnu rúmum 20 mínútum áður. Staðan í leikhléi var 1:0. 

Håvard Nordtveit skoraði sjálfsmark á 74. mínútu þegar James Milner gaf boltann í Norðmanninn og þaðan fór hann í fjærhornið. Mark Uth minnkaði muninn á 87. mínútu en nær komust heimamenn ekki og fer Liverpool því með tvö útivallarmörk og eins marks forystu inn í síðari leikinn sem verður í næstu viku á Anfield. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Hoffenheim 1:2 Liverpool opna loka
90. mín. Andrej Kramarić (Hoffenheim) á skalla sem fer framhjá Hárfínt yfir af stuttu færi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert