Klár í slaginn: MMA þáttur fimm

Mbl.is sýn­ir nú fimmta þátt­inn af „Klár í slag­inn“ sem Reykja­vík MMA gef­ur út. Til­efnið er níu Íslend­ing­ar sem berj­ast í Leeds á Englandi á Fight Star Interclub. Bjarki Þór Páls­son, yfirþjálf­ari Reykja­vík MMA, leiðir hóp­inn út.

Kepp­end­urn­ir eru all­ir að stíga sín fyrstu skref í MMA og berj­ast á svo­kölluðu In­terclub-móti þar sem not­ast er við legg­hlíf­ar og eru lot­ur styttri en í hefðbundn­um MMA bar­daga. 

Í þættinum kemur fram eigandi Fight Star Interclub og Martin Stapleton sem er atvinnubardagamaður úr Bellator og eigandi Full contact performance center í Manchester þar sem strákarnir taka létta æfingu daginn fyrir bardagann.

Ljósmynd/Reykjavík MMA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert