Mun Nurmagomedov spreyta sig gegn Mayweather?

Floyd Mayweather lætur höggin dynja á Conor McGregor í risabardaga …
Floyd Mayweather lætur höggin dynja á Conor McGregor í risabardaga þeirra félaga í Las Vegas síðastliðið haust. AFP

MMA meistarinn Khabib Nurmagomedov og hnefaleikakappinn Floyd Mayweather eru byrjaðir að daðra hvor við annan í gegnum samskiptamiðla ef þannig mætti að orði komast. Nurmagomedov virðist hafa áhuga á að fara í hringinn með Mayweather líkt og Conor McGregor gerði. 

Mayweather sigraði McGregor í 10. lotu og er ósigraður í fimmtíu bardögum í hnefaleikum. Mayweather var hættur en ætlar að mæta Manny Pacquiao í lok þessa árs. 

Nurmagomedov er í banni sem stendur frá MMA eftir slagsmálin á dögunum og ekki liggur fyrir hversu lengi það mun standa. Hann gæti því notað tímann til að keppa gegn Mayweather auk þess sem slíkur viðburður myndi gefa einstaklega vel af sér. Gríðarlegar upphæðir runnu til Mayweather og McGregor þegar þeir börðust. 

Nurmagomedov sagðist á samskiptamiðlum vilja mæta Mayweather í hnefaleikum og nú hefur Mayweather sagt á samskiptamiðlum að sjónvarpsstöðvar og aðrir aðilar eigi að taka fram veskið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert