Tveir Íslendingar í átta manna úrslit

Ingibjörg Helga fagnar sigrinum.
Ingibjörg Helga fagnar sigrinum. Ljósmynd/Daniel Schälander

Björn Þorleifur Þorleifsson (Mjölni) og Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir (Tý) eru komin áfram í átta manna úrslit á heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum sem fram fer í Barein þessa dagana.

Björn Þorleifur, sem keppir í millivigt á mótinu, mætti Waldemar Holodenko frá Þýskalandi í dag og hafði að lokum betur gegn Þjóðverjanum í þriðju lotu. Björn mætir Dario Bellandi frá Ítalíu í átta manna úrslitum en Bellandi er tvöfaldur Evrópumeistari í MMA.

Ingibjörg Helga keppir í 52 kg strávigtarflokki og hún lagði Amy O'Mara frá Englandi í sextán manna úrslitum eftir dómaraúrskurð. Ingibjörg mætir Nurzhamal Sadykova frá Kasakstan í átta manna úrslitum á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert