Snorri mun bera fána Íslands

Snorri Einarsson við keppni á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang fyrr í …
Snorri Einarsson við keppni á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang fyrr í þessum mánuði. Ljósmynd/Skíðasamband íslands

Snorri Eyþór Einarsson, sem keppti fyrir Ísland í skíðagöngu á Vetrarólympíuleikunum í Pyeonchang, verður fánaberi Íslands á lokahátíð leikanna. Lokahátíðin fer fram klukkan 11.00 að íslenskum tíma á morgun.

Snorri Eyþór keppti í 15 kílómetra göngu með frjálsri aðferð, 30 kílómetra skiptigöngu og 50 kílómetra skíðagöngu. Snorri Eyþór hóf keppni í 30 kílómetra skiptigöngu og hafnaði í 56. sæti.

Því næst tók Snorri Eyþór þátt í 15 kílómetra skíðagöngu með frjálsri aðferð. Alls voru 119 einstaklingar sem hófu keppni, en Snorri Eyþór náði 56. sæti er hann kom í mark á 37:05,6 mínútum.

Að lokum tók Snorri Eyþór þátt í 50 kílómetra skíðagöngu, en hann náði ekki að ljúka keppni. Snorri Eyþór hætti keppni vegna veikinda, en hann hafði gegnið níu kílómetra og var í 57. sæti í röðinni af 71 keppanda þegar hann þurfti að hætta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert