Náði sínum besta árangri í Tókýó

Snæfríður Sól Jórunnardóttir stingur sér í 100 metra skriðsundinu í …
Snæfríður Sól Jórunnardóttir stingur sér í 100 metra skriðsundinu í dag. Ljósmynd/Simone Castrovillari

Sund­kon­an Snæfríður Sól Jór­unn­ar­dótt­ir setti persónulegt met þegar hún tók þátt í und­an­rás­um 100 metra skriðsunds kvenna á Ólymp­íu­leik­un­um í Tókýó í morg­un.

Snæfríður synti á 56,15 sekúndum en Íslandsmetið í greininni er 55,66, sett af Ragnheiði Ragnarsdóttur árið 2009. Besti árangur Snæfríðar var áður 56,33.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir eftir sundið í dag.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir eftir sundið í dag. Ljósmynd/Simone Castrovillari

Sextán efstu keppendurnir leika til undanúrslita á morgun en Snæfríður hafnaði í 34. sæti af 50 keppendum. Hún mætti til leiks með 38. besta tíma allra keppenda og bætti sig því um fjögur sæti. Efst var Emma McKean frá Ástralíu en hún setti Ólympíumet, synti á 52,13 sekúndum.

Snæfríður, sem er tví­tug, þreytti frumraun sína á Ólympíuleikunum á mánudaginn er hún hafnaði í 22. sæti af 30 keppendum í 200 metra skriðsundi en það er hennar aðalgrein.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert