Kenýubúarnir reyndust hlutskarpastir

Emmanuel Korir og Ferguson Kotich fagna árangrinum í sameiningu.
Emmanuel Korir og Ferguson Kotich fagna árangrinum í sameiningu. AFP

Kenýubúinn Emmanuel Korir tryggði sér ólympíugull í úrslitum 800 metra hlaups karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag og skaut þar landa sínum Ferguson Kotich ref fyrir rass.

Korir kom í mark á 1:45,06 mínútum en Kotich nældi sér í silfur þegar hann kom í mark á 1:45,23 mínútum.

Patryk Dobek frá Póllandi varð þriðji og tryggði sér bronsverðlaun með því að hlaupa á 1:45,39 mínútum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert