Yfirmaður Xbox svarar fyrir orðróm

Phil Spencer, yfirmaður Xbox.
Phil Spencer, yfirmaður Xbox. AFP

Yfirmaður Xbox, Phil Spencer, hefur svarað orðrómi um að PlayStation sé að vinna að þjónustu til að keppa við Xbox Game Pass.

Nýlegar sögusagnir benda til þess að PlayStation Now og PlayStation Plus gætu verið að sameinast í eina þjónustu. Það þýðir að nýja þjónustan gæti verið samkeppnisnautur Xbox Game Pass, sem býður upp á leikjasafn sem yrði aðgengilegt strax fyrir áskrifendur.

Sögusagnirnar stemma við þær fregnir að PlayStation Now áskriftarkortin hafa verið tekin úr verslunum.

Vill að kúnnar eigi val

Phil Spencer hjá Xbox hefur svarað þessum sögusögnum í nýlegu viðtali við IGN og sagði „Ég vill ekki að það hljómi eins og við séum búin að átta okkur á öllu, en ég tel að það sé rétt að gefa kúnnunum færi á því að spila þá leiki sem þeir vilja spila, hvar sem þeir vilja spila þá, og gefa þeim val um hvernig þeir vilji byggja upp sitt leikjasafn og að vera gagnsæ við þá um áætlanir okkar í garð PC-frumkvæði okkar og millikynslóða frumkvæði okkar og annað.“

„Þannig að þegar ég heyri aðra gera hluti eins og Game Pass eða að færa yfir á PC, þá er það skynsamlegt fyrir mig því ég held að það sé rétta svarið,“ bætti Spencer við.

Örlög iðnaðarins

Spencer hélt áfram að segja að hann teldi að PlayStation að líkja eftir Game Pass sé ekki merki um að Xbox hafi gert eitthvað óvænt, heldur að það hafi verið leiðin sem iðnaðurinn átti að fara.

„Ég lít í raun ekki á það sem staðfestingu. Ég reyndar, þegar ég er að tala við liðin okkar, tala ég um það sem óumflýjanleika,“ sagði Spencer.

„Þannig að við ættum við að halda áfram nýsköpun, halda áfram að keppa, því hlutirnir sem við erum að gera gætu verið góðir kostir sem við höfum á markaðnum í dag, en þeir byggja bara á því að við förum fyrst, ekki að við höfum búið til eitthvað sem enginn annar getur farið að búa til."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert