Best um helgina

Íþróttafólkið sem fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur á seinni keppnishelgi …
Íþróttafólkið sem fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur á seinni keppnishelgi Reykjavíkurleikanna 2015. Sportmyndir.is

Reykjavíkurleikunum 2015 lauk formlega í gærkvöld á hátíðardagskrá í Laugardalshöll. Á dagskrá hátíðarinnar var meðal annars íþróttasýning þar sem íþróttafólk úr ýmsum greinum tók þátt. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, flutti ávarp og lag leikanna var flutt á meðan fánar þátttökulandanna voru bornir í salinn. Þá var einnig dansað til úrslita í alþjóðlegu latin danskeppni Reykjavíkurleikanna.
 
Á hátíðinni í gær fékk stigahæsta/besta íþróttafólkið á seinni keppnishelginni viðurkenningu fyrir árangurinn og voru þau eftirfarandi:
 
Badminton
Kona: Mette Poulsen, Danmörk
Karl: Milan Ludik, Tékkland
 
Snjóbrettacross
Kona: Aðalheiður Ýr
Karl: Steinar Lár
 
Keila
Kona: Alda Harðardóttir
Karl: Skúli Freyr Sigurðsson
 
Hjólreiðar
Kona: Björk Kristjánsdóttir
Karl: Óskar Ómarsson
 
Dans
Kona: Hanna Rún Óladóttir
Karl: Nikita Bazev
 
Skylmingar
Kona: Þórdís Ylfa Viðarsdóttir
Karl: Gunnar Egill Ágústsson
 
Fimleikar
Kona: Irena Szonova, Rússland
Karl: Jón Sigurður Gunnarsson
 
Ólympískar lyftingar
Kona: Þuríður Erla Helgadóttir
Karl: Sami Raappana, Finnland
 
Skotfimi
Kona: Jórunn Harðardóttir
Karl: Ásgeir Sigurgeirsson
 
Skíðacross
Kona: Katrín Kristjánsdóttir
Karl: Gunnlaugur Magnússon
 
Skvass
Kona: Rósa Jónsdóttir
Karl: Gunnar Þórðarson
 
Borðtennis
Kona: Kolfinna Bjarnadóttir
Karl: Emil Oskar Ohlsson, Svíþjóð

Ítarlega hefur verið fjallað um Reykjavíkurleikana hér á mbl.is undanfarnar tvær vikur. Hér má finna allar fréttir mbl.is af leikunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert