Snemmbær afreksþjálfun barna

Í einu erindin á ráðstefnu RIG er spurt: „Getum við …
Í einu erindin á ráðstefnu RIG er spurt: „Getum við orðið enn betri í knattspyrnu?“ Eva Björk Ægisdóttir

Í tengslum við WOW Reykjavik International Games 2018 standa Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og ólympíusamband Íslands fyrir ráðstefnu sem ber heitið „Snemmbær afreksþjálfun barna“ í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Fimm fyrirlesarar munu fjalla um afreksþjálfun barna frá ýmsum sjónarhornum og er ekki ólíklegt að fjörugar umræður verði í pallborði að þeim loknum.

Dr. Sigríður Lára Guðmundsdóttir fjallar um svefn og æfingar og veltir upp spurningunni „Svefn eða æfing?“ Sveinn Þorgeirsson ræðir um sérhæfingu ungs fólks í íþróttum og hvenær sé æskilegt að hefja hana. Sólveig Jónsdóttir ræðir hvort hægt sé að skipuleggja betur afreksþjálfun í fimleikum og Daði Rafnsson hvort við getum orðið enn betri í knattspyrnu. Þá fjallar dr. Viðar Halldórsson um hvaða áhrif hinn eftirtektaverði árangur íslensks íþróttafólks getur haft á væntingar, áherslur og skipulag í íþróttum barna og ungmenna hér á landi.

Ráðstefnan fer fram fimmtudaginn 25. janúar í Háskólanum í Reykjavík og hefst kl. 17:00. Ráðstefnustjóri verður Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. Nánari upplýsingar má finna á vef WOW Reykjavik International Games, rig.is.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert