Reykjavíkurleikarnir hefjast í dag

Reiknað er með þátttöku á sjöunda hundrað erlendra þátttakenda á …
Reiknað er með þátttöku á sjöunda hundrað erlendra þátttakenda á Reykjavíkurleikunum í ár. Kjartan Einarsson

Reykjavíkurleikarnir eru árleg íþróttahátíð sem hefst í 12. sinn í dag og stendur til 3. febrúar. Keppt verður í 18 íþróttagreinum þar sem reiknað er með þátttöku á sjöunda hundrað erlendra gesta ásamt flestu af besta íþróttafólki okkar Íslendinga. Keppnin fer að mestu fram í Laugardalnum og nágrenni hans en einnig í Egilshöll, á Skólavörðustíg og víðar.

Íþróttagreinarnar sem keppt er í á leikunum eru mjög fjölbreyttar og því ætti allt íþróttaáhugafólk að finna eitthvað við sitt hæfi. Íþróttagreinarnar eru áhaldafimleikar, badminton, borðtennis, dans, frjálsíþróttir, hjólreiðar, júdó, karate, keila, kraftlyftingar, listskautar, ólympískar lyftingar, rafíþróttir, skotfimi, skylmingar, skvass, sund og taekwondo.

Þátttakendur í badminton eru fyrstir til að hefja keppni en undankeppni í einliðaleik karla og kvenna verður spiluð í TBR-húsinu klukkan 10:00-13:30 í dag. Keppendur í badminton eru rúmlega 100 talsins þar af um 70 erlendir af 24 mismunandi þjóðernum. Yfirlit yfir leiki dagsins má finna hér.

Allar nánari upplýsingar um Reykjavíkurleikana má finna á rig.is.

Þátttakendur í badminton hefja fyrstir keppni.
Þátttakendur í badminton hefja fyrstir keppni. Kjartan Einarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert