Þrjár greinar á dagskrá Reykjavíkurleikanna í dag

Keppni í listskautum fer fram í Skautahöllinni í Laugardal.
Keppni í listskautum fer fram í Skautahöllinni í Laugardal. ÍBR/Kjartan Einarsson

Í dag eru þrjár greinar á dagskrá Reykjavíkurleikanna, badminton, listskautar og sund. Seinka þurfti áður auglýstri dagskrá í öllum þessum greinum í dag vegna veðurs.

Badmintonkeppnin fer fram í TBR-húsinu. Keppni átti að hefjast þar klukkan 9:00 í morgun en var frestað til 12:00 svo þeir sem gátu fengið flug til landsins í morgun nái að vera með. Af 115 erlendum keppendum í badminton hafa 22 boðað forföll sem eru langflest vegna þess að flug þeirra voru felld niður. Smellið hér til að sjá yfirlit yfir leiki dagsins.

Keppni í listskautum fer fram í Skautahöllinni í Laugardal. Þar átti að byrja klukkan 14:00 í dag en hefur verið seinkað til klukkan 17:30. Áætlað er að keppnin í listskautum standi yfir til 22 í kvöld. Smellið hér til að finna dagskrá, keppendalista og streymi.

Sundkeppni Reykjavíkurleikanna átti að hefjast klukkan 16:00 í dag en hefur verið seinkað til 17:30. Keppnin fer fram í Laugardalslaug og er áætlað að hún standi yfir til klukkan 21 í kvöld. Hér verður hægt að finna úrslit og streymi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert