Ingunn og Zaza sigruðu í júdó

Hart var barist í júdókeppni Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöll í gær.
Hart var barist í júdókeppni Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöll í gær. ÍBR/Ólafur Þórisson

Feiknasterkir erlendir keppendur ásamt flestu af besta júdófólki landins tóku þátt í júdókeppni Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöll í gær. Rúmlega 60 keppendur tóku þátt, þar af voru 38 erlendir frá 10 löndum.

Margir erlendu gestanna eru margfaldir verðlaunahafar á Evrópu- og heimsbikarmótaröðunum, EM unglinga og fleiri stórum mótum. Það voru því mikil gæði í keppninni. Þá fannst skipuleggjendum ánægjulegt að sjá hversu margir erlendu gestanna voru að koma í annað og þriðja skiptið á Reykjavíkurleikana.

Tveir Íslendingar unnu til gullverðlauna á mótinu. Ingunn Sigurðardóttir í +70 kg flokki kvenna og Zaza Simonishvili í -73 kg flokki karla. Ein silfurverðlaun komu í hlut Íslendinga en þau vann Heiðrún Pálsdóttir í +70 kg flokki kvenna. Þá unnu átta Íslendingar til bronsverðlauna: Ásta Arnórsdóttir í -57, Natalia Stobinska í -78, Daníel Árnason í -60, Ingólfur Rögnvaldsson í -66, Breki Bernhardsson í -73, Adam Þórarinsson í -90, Úlfur Böðvarsson í -90 og Karl Stefánsson í +100 kg flokki.

Hér á vef Júdósambands Íslands má finna heildarúrslit í öllum flokkum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert