Birkir mætir Möltubúa klukkan tíu

Birkir Gunnarsson keppir fyrstur Íslendinganna.
Birkir Gunnarsson keppir fyrstur Íslendinganna.

Birkir Gunnarsson, fremsti tennismaður Íslands, keppir fyrstur allra á Smáþjóðaleikunum í Tennishöllinni í Kópavogi en klukkan 10 hefst þar leikur hans gegn Bradley Callus frá Möltu.

Í kjölfarið er flest annað besta tennisfólk landsins á ferðinni. Rafn Kumar Bonifacius mætir Laurent Recouderc frá Andorra klukkan 11 og klukkan 12 keppir Anna Soffía Grönholm við Katrinu Sammut frá Möltu og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir við Judit Cartana Alana freá Andorra.

Birkir og Rafn keppa við Andorramenn í tvíliðaleik klukkan 13.30 og þær Anna og Hjördís mæta Möltubúum klukkan 14.30.

Tenniskeppnin heldur síðan áfram af fullum krafti en hún er á dagskrá alla dagana, frá klukkan 10 á morgnana, til laugardags, og er keppt til klukkan 18 í dag og á morgun, til 19 á fimmtudag, en til 14 á föstudag og keppni lýkur klukkan 13 á laugardaginn, lokadag Smáþjóðaleikanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert