Dagskrá Smáþjóðaleikanna - skotmenn byrja

Kátir keppendur á setningarhátíð Smáþjóðaleikanna í Laugardalshöllinni í gærkvöld.
Kátir keppendur á setningarhátíð Smáþjóðaleikanna í Laugardalshöllinni í gærkvöld. mbl.is/Golli

Keppni á Smáþjóðaleikunum hefst klukkan 9 en skotfimi er fyrsta greinin sem fer þá af stað. Aðrar greinar fylgja smám saman í kjölfarið og í dag og kvöld verður keppt í níu greinum af þeim ellefu sem eru á dagskrá leikanna, öllum nema golfi sem hefst á morgun og júdó sem hefst á föstudaginn.

Sund, tennis og borðtennis fara af stað klukkan 10, strandblak klukkan 12, körfuknattleikur klukkan 14.30, fimleikar klukkan 16, frjálsíþróttir klukkan 16.15 og blak klukkan 18.

*Skotfimi í húsi ÍFR í Hátúni kl. 09.00 – 12.15 (loftriffill karla) og 13.00 – 15.45 (loftriffill kvenna).

*Sund í Laugardalslaug, undanrásir frá 10.00 til 12.00 og úrslit frá 17.30 til 19.00.

*Tennis í Tennishöll Kópavogs 10.00 til 18.00.

*Borðtennis í TBR-húsum frá kl. 10.00 – 13.00, 14.30 – 17.30 og 18.00 – 21.00.

*Strandblak karla og kvenna við Laugardalslaug frá 12.00 til 18.30. Ísland – Andorra í karlaflokki kl. 16.30 og Ísland – Liechtenstein í kvennaflokki kl. 17.30.

*Körfuknattleikur í Laugardalshöll frá 14.30 til 21.00. Ísland – Malta í kvennaflokki kl. 19.30.

*Fimleikar í Laugabóli Ármanns 16.00 – 20.00. Einstaklings- og liðakeppni.

*Frjálsíþróttir á Laugardalsvelli frá 16.15 til 19.40.

*Blak í Laugardalshöll, frjálsíþróttahöll, frá 18.00. Ísland – Liechtenstein í kvennaflokki kl. 20.30.

Heildardagskrá leikanna er að finna á vef Smáþjóðaleikanna, www.iceland2015.is 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert