Íslandsbanki spáir allt að 10% vöxtum á næsta ári

Greining Íslandsbanka segir í nýju markaðsyfirliti um verðbólgu og skammtímavexti, að líklegt sé að Seðlabankinn fari með stýrivexti sína í 10% fyrir lok næsta árs. Til þessa hefur Íslandsbanki spáð því að stýrivextir Seðlabankans fari hæst í 8,5% en nú hefur sú spá verið endurskoðuð í ljósi þess að útlit er fyrir að verðbólga muni fara vaxandi.

Seðlabankinn hefur þegar brugðist við verðbólguhættu með hækkun stýrivaxta úr 5,3% í 7,25% á þessu ári eða frá því hann hóf vaxtahækkunarferli sitt í maí síðastliðnum. Útlit er fyrir framhald á hækkun vaxta segir Greining Íslandsbanka segir, að Seðlabankinn muni líklega bregðast við verðbólguhorfum með hækkun stýrivaxta um 0,5 prósentustig samhliða útgáfu Peningamála, ársfjórðungsrits síns, eftir lokun markaða 2. desember.

Þá segist Íslandsbanki telja nú,að stýrivextir Seðlabankans muni vera tæplega 9% að meðaltali á næsta ári og um 9,4% að meðaltali árið 2006. Í spánni fari stýrivextir hæst í 10% í lok næsta árs. Reikna megi með því að bankinn haldi vöxtum sínum í 10% a.m.k. fram yfir miðbik ársins 2006. Ef gengi krónunnar hækki aftur á móti meira á næstunni dragi úr þörf á frekari stýrivaxtahækkun og líkum á að spá þessi rætist. Nákvæm tímasetning á því hvenær bankinn muni hefja vaxtalækkunarferli sé einnig háð mikilli óvissu um m.a. frekari stóriðjuframkvæmdir og almenna þróun efnahagsmála næstu 2-3 árin.

Skýrsla Greiningar Íslandsbanka í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK