Sérstök umfjöllun um Björgólf Thor í Forbes

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson.

Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes fjallar sérstaklega um Björgólf Thor Björgólfsson í nýjasta tölublaði sínu þar sem birtur er listi yfir þá einstaklinga sem taldir eru eiga yfir 1 milljarð dala. Ber greinin yfirskriftina Thor's Saga. Björgólfur er þar í 488. sæti en tímaritið metur eignir hans á 1,4 milljarða dala, um 83 milljarða króna.

Í greininni er farið yfir feril Björgólfs en þar kemur fram, að allt frá því Hafskipsmálið svonefnda hófst árið 1986 hafi það verið markmið Björgólfs að rétta hlut fjölskyldu sinnar.

„Virðing er það sem skiptir mig mestu máli," hefur tímaritið eftir Björgólfi. „Peningar, völd, það eru aðeins vörður á leiðinni þangað."

Fjallað er ýtarlega um viðskiptaferil feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Í lok greinarinnar segir Björgólfur, að hann hafi engan áhuga á að eignast óvini, sérstaklega ekki á Íslandi, og hann hafi dregið úr viðskiptaumsvifum sínum þar. „Ég vil ekki að ég sé talinn of valdamikill á Íslandi," hefur blaðið eftir honum. „Ég hef öðlast þá virðingu sem ég sóttist eftir. Nú er síðari hluti lífs míns að hefjast."

Grein Forbes um Björgólf Thor

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK