FL Group tekur við rekstri Sterling

Bent Srensen MEDVIND

FL Group hefur gengið frá kaupum á danska lággjaldafélaginu Sterling og tekið yfir rekstur félagsins. Sterling er nú fjórða stærsta lággjaldafélag í Evrópu með 30 Boeing 737 flugvélar í rekstri.

Í tilkynningu kemur fram að rekstur Sterling mun verða aðskilinn frá öðrum félögum í flugrekstri sem eru í eigu FL Group og í dag eru engar áætlanir um að sameina Sterling og önnur félög sem FL Group hefur fjárfest í.

Þá má sjá nokkra samlegðarmöguleika milli Sterling og annarra flugtengdra félaga í eigu FL Group. Sérstaklega má nefna kaup á vörum og þjónustu, svo sem flugvallaþjónustu, viðhald og eldsneytiskaup.

„Viðskiptaáætlun Sterling gerir ráð fyrir verulegum viðsnúningi í rekstri félagsins. Það má að hluta rekja til sameiningar á tveimur keppinautum, Sterling og Maersk Air, sem hefur gjörbreytt rekstrarumhverfi hins sameinaða félags. Að auki mun verulega bætt tekjustýring og endurskipulagning á leiðarkerfi með nýjum áfangastöðum að öðru óbreyttu leiða til betri nýtingu og bættrar afkomu," að því er segir í tilkynningu.

Fram kemur að í lok ársins 2005 hafði Sterling selt meira en 20% af sætisfjölda ársins 2006. Tveimur auglýsingarherferðum í lok nýliðins árs, þar sem í annarri seldust 100.000 sæti á þremur dögum, er meðal annars þakkaður þessi góði árangur. Fram kom á sínum tíma að Sterling bauð til sölu 100 þúsund farmiða og kostaði hver þeirra 20 danskar krónur, jafnvirði 200 íslenskra króna, auk flugvallarskatta.

Áætlað er að Sterling flytji yfir 5 milljónir farþega á þessu ári til 46 áfangastaða víðsvegar í Evrópu. Starfsmenn Sterling eru um 1.600 talsins.

Sala á ferðum fer að stærstum hluta fram í gegnum vef félagsins en rúmlega 100.000 notendur skoða sig um þar á hverjum degi. Sala samstarfsaðila Sterling á flugferðum fer einnig fram í gegnum vefinn. Sala samstarfsaðila á árinu 2005 nam rúmum 300 milljónum danskra króna.

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála skoðar kaupin á Sterling

Kaupin voru háð samþykki samkeppnisyfirvalda á ákveðnum stöðum. Samkeppnisyfirvöldum í Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi hefur verið tilkynnt um kaupin og hafa ákveðið að að hreyfa ekki við andmælum.

Samkeppnisyfirvöld í Danmörku og á Íslandi óskuðu eftir frekari upplýsingum varðandi kaupin. Dönsku samkeppnisyfirvöldin munu ekki kanna kaupin frekar en áfrýjunarnefnd samkeppnismála á Íslandi er nú að kanna hvort tilkynna þurfi um kaupin til samkeppnisyfirvalda í Íslandi.

"Í ljósi þess að áfrýjunarnefnd samkeppnismála á Íslandi hefur ekki lokið umfjöllun sinni um málið hafa FL Group og seljandi Sterling, gert með sér samkomulag um að greiðslur vegna viðskiptanna verði greiddar inn á geymslureikning.

Hvað varðar greiðslu á DKK 400 milljónum í hlutabréfum FL Group þá mun félagið gefa út 295.735.295 ný hlutabréf eftir að endanleg niðurstaða samkeppnisyfirvalda, eða áfrýjunarnefnd samkeppnismála á íslandi hefur samþykkt kaupin. Hlutabréfin verða gefin út á genginu 13,6 sem var viðskiptagengið í hlutafjárútboði félagsins í nóvember síðastliðnum og verður sölubann á hlutabréfunum þar til 31 mars 2007," að því er segir í tilkynningu.

TIlkynningin í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK