Glitnir spáir 9% verðbólgu yfir árið í ár

Greining Glitnis spáir því að verðbólga reynist um 9% yfir árið í ár en að Seðlabankinn nái verðbólgumarkmiði sínu um þarnæstu áramót. Verðbólguskotið sem framundan er mun að einhverju leyti slá á eftirspurn á íbúðamarkaði og valda meiri og hraðari kólnun á þeim markaði en ella. Það mun í framhaldinu vinna gegn verðbólgu og stuðla að hraðari hjöðnun hennar, að því er segir í Morgunkorni Glitnis.

„Undirliggjandi verðbólguþrýstingur er mikill í hagkerfinu óháð gengissveiflum krónunnar. Mikil spenna ríkir á vinnumarkaði, atvinnuleysi er lítið sem ekkert og skýr merki eru um launaskrið. Verðbólgumælingin sem birt var í morgun styður við spá okkar um að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti sína um 0,75 prósentustig þann 18. maí næstkomandi. Teljum við að hæst fari bankinn með vexti sína í 13% fyrir árslok áður en hann hefur vaxtalækkunarferli sitt á næsta ári," að því er fram kemur í Morgunkorni Glitnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK