Krappur dans krónunnar

mbl.is/Júlíus

Krónan hefur stigið krappan dans að undanförnu eftir að fjögurra ára styrkingarerli lauk. Að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, hagfræðings hjá Glitni, var fyrst um leiðréttingu að ræða eftir yfirskot auk þess sem flæði fjármagns jókst vegna stóriðjuframkvæmda. Eins skipti útgáfa krónubréfa máli. Glitnir spáir því að krónan veikist lítillega á næsta ári að sögn Jóns Bjarka en lækkandi vextir þrýsti krónu niður og hún nái jafnvægi í 130 stigum.

„Tímabil mikils óróa á gjaldeyrismarkaði hófst í febrúar í kjölfar þess að matsfyrirtæki Fitch breytti horfum varðandi lánhæfiseinkunn landsins. Á eftir fylgdu fleiri erlendir efnahagsrýnar sem lýstu áhyggjum sínum af stöðu íslenska hagkerfisins og fjármálakerfisins. Gengi krónunnar féll hratt ásamt hlutabréfaverði og velta á gjaldeyrismarkaði jókst gríðarlega. Flökt í gengi krónunnar stórjókst og mikil óvissa þótti ríkja um framhaldið. Í lok síðasta árs stóð gengisvísitala krónunnar í tæpum 105 stigum en hún fór hæst í um 138 stig í hröðu gengisfalli krónunnar.

Samhliða því að áhyggjur fjárfesta um hugsanlega fjármálakreppu hér á landi hafa minnkað á síðustu vikum hefur gengi krónunnar hækkað umtalsvert á ný. Sendur gengisvísitalan nú í um 124 stigum. Góð afkoma bankanna það sem af er ári á þar hlut að máli ásamt viðleitni þeirra til að bregðast við þeirri gagnrýni sem að þeim hefur beinst með bættir upplýsingagjöf og breyttum rekstri. Við þetta bættist ásetningur Seðlabankans að ná verðbólgumarkmiði sínu en munur innlendra og erlendra vaxta hefur aukist nokkuð á tímabili," að því er segir í þjóðhagsspá Glitnis.

Krónubréf á gjalddaga í september og október fyrir 53 milljarða

Þar kemur fram að útgáfa krónubréfa hefur aukist á síðustu vikum og hefur þannig stutt við gengi krónunnar. Framundan séu hins vegar gjalddagar krónubréfa í september og október sem nema um 53 milljörðum króna og enn ríkir óvissa um áhrifin á gjaldeyrismarkaði. Mikill vaxtamunur við útlönd styður þó við krónuna. Aftur á móti virðist ekki langt í að stýrivextir nái hámarki sínu og Seðlabankinn hefji vaxtalækkunarferli sitt á ný, samkvæmt spá Glitnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK