Vaxtahækkun gagnrýnd

Hækkun á stýrivöxtum Seðlabankans um 0,5 prósentustig í 14,0%, sem bankinn tilkynnti um í gær, er röng ákvörðun að mati Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra Alþýðusambands Íslands. Hann segir að Seðlabankinn sé með þessu að stuðla að minnkun verðbólgunnar með því að framkalla enn einu sinni ofurstyrkingu krónunnar. Það sé því verið að minnka verðbólguna með því að lækka verð á innfluttum vörum, í ástandi þar sem er verulegur vandi með viðskiptahallann.

"Við erum því aftur komin í sveiflandi gengi um einhverja tugi prósenta innan ársins. Og ég verð að viðurkenna það að ég sé hvergi hvar í þessu eigi að vera viðvarandi stöðugleiki," segir Gylfi.

Þyrfti að vera í lækkunarferli

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að ákvörðun Seðlabankans valdi miklum vonbrigðum.

"Afleiðingarnar af þessari ákvörðun eru fyrst og fremst þær að bankinn er að gera hlutina erfiðari þegar það fer að hægjast um í efnahagslífinu á seinni hluta ársins," segir Vilhjálmur. "Þegar samdráttarferlið kemur þyrfti bankinn að vera að komast í vaxtalækkunarferli en ekki hækka stýrivextina."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK