FL Group kaupir nærri 6% hlut í móðurfélagi American Airlines

Þotur American Airlines.
Þotur American Airlines. AP

Íslenska fjárfestingarfélagið FL Group tilkynnti í dag að það hefði keypt 5,98% hlut í AMR Corp., móðurfélagi bandaríska flugfélagsins American Airlines, sem er eitt stærsta flugfélag heims. Er FL Group þriðji stærsti einstaki hluthafinn í fyrirtækinu. Reutersfréttastofan segir, að FL Group hafi verið að kaupa hlutabréf í AMR í umtalsverðan tíma fyrir yfir 400 milljónir dala, jafnvirði 29 milljarða króna.

„Við teljum að AMR Corp. sé í góðri stöðu til að nýta sér vöxtinn á flugmarkaði í Bandaríkjunum," segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group, í tilkynningu sem Reuters vitnar til. „Jafnvægið milli framboðs og eftirspurnar hefur batnað verulega á undanförnum árum."

Flugekstur í Bandaríkjunum er í afturbata en veruleg áföll dundu á flugfélögum í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Eftirspurn hefur farið vaxandi og farmiðaverð hefur hækkað.

Aðrir helstu hluthafar í AMR eru Tontine Associates, sem á 7,85% hlut, og PRIMECAP Management, sem á 7,72%.

Gengi bréfa AMR höfðu hækkað um 0,7% í viðskiptum í kauphöllinni í New York síðdegis og var skráð 30,46 dalir en annar í jólum er ekki almennur frídagur þar í landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK