Nýtt félag eignast fasteignafélagið Klasa

Nýtt fjárfestingarfélag, Sigla ehf., mun kaupa allt hlutafé í fasteignafélaginu Klasa hf. Eigendur Siglu, hver með sinn þriðjungshlut, verða Finnur Stefánsson, fráfarandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Glitnis, Tómas Kristjánsson, fráfarandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs Glitnis og Þorgils Óttar Mathiesen, sem á fasteignafélagið Klasa fyrir viðskiptin.

Fasteignafélagið Klasi, sem er stofnað árið 2004, á og rekur atvinnuhúsnæði til útleigu, en sinnir jafnframt fasteignaþróun, þar á meðal uppbyggingu á nýjum miðbæ í Garðabæ, þjónustuíbúðum fyrir aldraða í Reykjanesbæ og hóteli í Ørestad í Kaupmannahöfn. Heildareignir Klasa námu tæpum 8 milljörðum króna í árslok 2006.

Ingvi Jónasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Klasa en hann hefur undanfarin ár verið fjármálastjóri Eignarhaldsfélagsins Fasteignar. Þorgils Óttar er stjórnarformaður Klasa en auk hans verða í stjórn Klasa þeir Finnur og Tómas auk Ásgeirs Bolla Kristinssonar.

Klasi verður aðaleign Siglu en Sigla mun jafnframt fjárfesta í skráðum og óskráðum hlutabréfum. Stjórn Siglu munu skipa Tómas Kristjánsson, formaður, Finnur Stefánsson, sem verður framkvæmdastjóri og Þorgils Óttar Mathiesen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK