Reiknar með að vaxtalækkunarferli verði enn slegið á frest

Greiningardeild Kaupþings telur að Seðlabanki Íslands þurfi að uppfæra spár sínar fyrir bæði hagvöxt og verðbólgu til hækkunar. Kaupþing segist ekki reikna með vaxtahækkun af þeim sökum en þess í stað muni vaxtalækkunarferlinu verða skotið enn lengur á frest eða fram í maí á næsta ári.

Ljóst er að ekki hefur dregið úr einkaneyslu það sem af er árinu eins og Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið gerðu ráð fyrir í hagvaxtarspám sínum fyrr á árinu. Í gær birti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hagvaxtarspá þar sem gert er ráð fyrir 2,1% hagvexti á þessu ári. Fjármálaráðuneytið spáði 0,1% samdrætti í ár í síðustu skýrslu sinni um þjóðarbúskapinn, sem kom út í júní og síðasta spá Seðlabankans, sem kom út í júlí, gerði ráð fyrir 0,2% hagvexti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK