Glitnir spáir áframhaldandi sveiflum á gengi krónunnar

Jón Bjarki Bentsson kynnir þjóðhagsspá Glitnis á fundi í morgun.
Jón Bjarki Bentsson kynnir þjóðhagsspá Glitnis á fundi í morgun. mbl.is/Golli

Greining Glitnis væntir þess að á næstu vikum og mánuðum dragi úr þeim óróleika sem einkennt hefur alþjóðlega fjármálamarkaði að undanförnu og valdið miklum sveiflum á gengi krónunnar. Glitnir spáir því að krónan haldist talsvert sterk næstu mánuði á meðan vaxtamunur er enn mikill en búast megi við verulegum sveiflum á gengi hennar. Þetta kom fram í máli Jóns Bjarka Bentssonar, er Glitnir kynnti þjóðhagsspá sína.

„Veruleg hækkun gengis krónunnar er hins vegar ólíkleg í ljósi sviptinga á erlendum mörkuðum að undanförnu og þrengra aðgengis að lánsfé til vogaðra fjárfestinga, auk þess sem ólíklegt er að áhættusækni fjárfesta verði í bráð söm og hún var fyrir hræringar undanfarinna vikna.

Við spáum því að krónan taki að veikjast á vormánuðum þegar fer að hilla undir vaxtalækkunarferli Seðlabankans og að gengi hennar lækki út árið samfara minnkandi vaxtarmun við útlönd. Gerum við ráð fyrir að dollarinn fari tímabundið í 70 krónur og evran í 96 krónur í lok næsta árs.

Við reiknum með að stýrivextir standi í 10% í árslok 2008 og 7% í lok árs 2009," segir í þjóðhagsspá Glitnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK