Spá vaxtalækkun í mars eða apríl

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Kristinn

Hratt minnkandi útlán og lækkandi fasteignaverð mun á næstunni draga nægjanlega úr eftirspurn til þess að Seðlabankinn geti lækkað vexti rúmum ársfjórðungi fyrr en hann hefur áður boðað, samkvæmt nýrri spá greiningardeildar Landsbankans. Telur greiningardeildin að stýrivextir verði lækkaðir í mars eða apríl. Stóriðjuframkvæmdir og opinberar fjárfestingar leiða þó til að vextir fara lægst í 7,5% á spátímabilinu.

Segir í vefriti Landsbankans að greiningardeildin telji  líklegt að hagvísar sýni fljótt minnkandi útlán og einkaneyslu og að Seðlabankinn hefji vaxtalækkunarferli sitt mun fyrr en hann hefur gefið til kynna.

„Í því sambandi horfum við til kjarasamninga og ársfundar Seðlabankans 28. mars. Ákveði Seðlabanki Evrópu að lækka vexti á fundi sínum 6. mars, mun vaxtamunur milli Íslands og viðskiptalandanna hækka og rými aukast fyrir vaxtalækkun hér heima. Við gerum því ráð fyrir að vextir verði lækkaðir um 50 punkta í mars og 75 punkta þann 10. apríl. Þá gerum við ráð fyrir að vextir lækki um 100 punkta á ársfjórðungi þar til þeir ná 7,5% um mitt ár 2009.

Fyrirhugaðar fjárfestingar í stóriðju og stórauknar framkvæmdir hins opinbera koma hins vegar í veg fyrir að vextir lækki meira í bili," samkvæmt stýrivaxtaspá greiningardeildar Landsbankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK