Hrun í kauphöllinni

Verð á hlutabréfum hefur hrunið í Kauphöll Íslands í dag og nemur lækkun Úrvalsvísitölunnar 6,03%. Er þetta mesta lækkun vísitölunnar frá upphafi samkvæmt upplýsingum frá kauphöllinni. SPRON hefur lækkað um 14,4% og voru síðustu viðskipti á genginu 3,98. Exista um 12,9%, FL Group um 12,8%, Kaupþing 6,9% en alls nema viðskipti með bankann 2,7 milljörðum króna það sem af er degi. Bakkavör 5,8% og Landsbankinn 5%. Talsverð viðskipti hafa verið með hlutabréf í dag í Kauphöll Íslands eða fyrir 6,7 milljarða króna. Úrvalsvísitalan stendur nú í 4.377,6 stigum.

Í Ósló hefur hlutabréfavísitalan lækkað um 0,9%, Helsinki 0,8%, Kaupmannahöfn 0,8%, Stokkhólmur 0,8% og samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur lækkað um 1,5%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK