Íslensku bankarnir ekki slæmur kostur

mbl.is

Íslensku bankarnir eru ekki jafn slæmur kostur líkt og margir fjárfestar virðast telja. Hver þeirra er með eiginfjárhlutfall (CAD) í kringum 10% og enginn þeirra þarf að afskrifa verulegar fjárhæðir vegna undirmálslána. Eins er gjaldeyrisstaða þeirra góð, að því er fram kemur á vefnum breakingviews.com.

Þar kemur fram að Davíð Oddsson, Seðlabankastjóri, berjist af hörku við að ná verðbólgunni nær verðbólgumarkmiðum bankans, 2,5%. Þetta geti þýtt hækkun stýrivaxta sem nú eru 13,75%.

Í greininni er jafnframt fjallað um hátt skuldatryggingarálag íslensku bankanna og fall íslensku krónunnar að undanförnu. Segir í greininni að íslensku bankarnir, Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn, séu góður kostur fyrir spákaupmenn en að sjálfsögðu þurfi að vera vel á verði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK