Lárus Welding: Skýtur skökku við að ríkið reki banka

Lárus Welding
Lárus Welding Þorvaldur Örn Kristmundsson

Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), Lárus Welding, segir að það skjóti skökku við að stjórnvöld skuli enn reka banka sem nýtur ýmissa forréttinda og keppir við fjármálafyrirtæki á markaði.

Þetta kom fram í ræðu Lárusar á árlegum SFF-degi sem fram fór í Borgarleikhúsinu í dag. Segir Lárus jákvætt að ríkisstjórnin stefni að því að tryggja að fjármálastarfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði - eins og lýst er í stefnuyfirlýsingu hennar.

„Í ljósi þessa skýtur skökku við að stjórnvöld skuli enn sjálf reka banka sem nýtur ýmissa forréttinda og keppir í skjóli þeirra um viðskiptamenn við fjármálafyrirtæki á frjálsum markaði," sagði Lárus og velti því upp hvort núverandi vanda peningastefnunnar og ójafnvægi efnahagkerfisins megi að hluta til rekja til þess að skipulagi Íbúðalánasjóðs var ekki breytt samhliða því að Seðlabanka var gert að taka upp verðbólgumarkmið. Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins.

Minnti Lárus jafnframt á að þátttaka ríkisins á íbúðalánamarkaði sé nú til rannsóknar hjá ESA, (Eftirlitsstofnun EFTA) auk þess sem hún hafi verið harðlega gagnrýnd af fjölda  innlendra sem erlendra aðila, eins og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, OECD og Seðlabanka Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK