Bear Stearns spáir 8% gengishækkun

Bandaríski fjárfestingarbankinn Bear Stearns, sem m.a. hefur verið tengdur meintum árásum vogunarsjóða á íslenskt efnahagslíf, telur að gengi íslensku krónunnar gæti hækkað um 8% á næstu þremur mánuðum eftir því sem dregur úr áhyggjum af íslenska hagkerfinu á fjármálamörkuðum og áhugi á háum vöxtum á Íslandi eykst á ný.

Steve Barrow, gjaldmiðlasérfræðingur hjá Bear Stearns, segir að íslenska krónan hafi líklega náð botni eftir að hafa lækkað um 30% gagnvart evru frá áramótum. 

Á fréttavef Bloomberg er haft eftir Barrow, að nú sé komið að því, að of erfitt sé fyrir markaðsaðila að veðja á að krónan muni halda áfram að veikjast. Háir stýrivextir, sem eru nú 15,5%, gætu stuðlað að því að krónan hækkar á ný. 

Þessir háu vextir gera krónuna fýsilegan kost í svonefndum vaxtamunarviðskiptum þar sem fjárfestar taka lán í löndum þar sem vextir eru lágir og fjárfesta í löndum þar sem vextir eru háir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK