Viðbrögð við kreppu hættulegust

Jón Daníelsson.
Jón Daníelsson. mbl.is/Valdís

„Við munum áfram sjá töluvert af vandamálum í fjármálakerfinu,“ sagði Jón Daníelsson hagfræðingur hjá London School of Econmics í fyrirlestri sínum á Háskólatorgi í gær. Hann sagði óvissu um hversu mikil áhrif þessi vandamál hefðu á allt hagkerfið. Ljóst væri að margir myndu fara mjög illa út úr núverandi ástandi og fjármálafyrirtækin tapa.

„Við munum fá meiri verðbólgu á sama tíma og það er kreppa,“ sagði Jón og ástandið minnti á áttunda áratuginn þegar kreppuverðbólga var vandamál. „Við munum fá kreppu og við munum fá breytingar á reglugerðum um fjármálastofnanir. Þetta er það sem er hættulegast. Eins og ég sagði í upphafi þá eru viðbrögð við kreppu skaðleg, ekki kreppan sjálf. Það er pólitíkin, sérstaklega Evrópuþingið, sem menn eru hræddir við.“

Hann óttaðist að viðbrögðin hefðu neikvæð áhrif eins og gerðist í fjármálakreppunni eftir 1929. „Við þurfum að hafa fjármálakerfi, við þurfum að hafa bankana lausa, við þurfum að taka áhættu, við þurfum að taka tapinu. Ef við setjum of strangar reglur þá erum við ekki með fjármálakerfi heldur hagkerfi. En það er pólitískur þrýstingur að gera eitthvað. En það eru miklu meiri líkur á því að viðbrögð yfirvalda verði röng heldur en rétt.“

Jón sagði umræðuna um upptöku evru á íslandi furðulega við þessar aðstæður. Rétt væri að vandi efnahagslífsins væri minni ef hér væri notuð evra. Hins vegar sé upptaka annars gjaldmiðils langt ferli. Gengi krónunnar þyrfti að vera rétt skráð og lönd hefðu tengt gjaldmiðil sinn við evru í hálfan áratug áður en gengið væri inn í myntsamstarf. Gengið þyrfti að vera rétt skráð því annars myndi kreppa ganga yfir. Það hefði gerst í Þýskalandi og á Spáni og þar hefðu sveiflur verið miklu, miklu minni en á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK