Efnahagssamdráttur í Eistlandi

Forsetahöllin í Tallinn.
Forsetahöllin í Tallinn.

Mikil umskipti hafa orðið í eistneska hagkerfinu á stuttum tíma. Opinberar spár í upphafi ársins gerðu ráð fyrir 3,7% hagvexti í ár en í dag sendu stjórnvöld frá sér nýja spá þar sem gert er ráð fyrir 1% samdrætti. Mikill uppgangur hefur verið í Eistlandi undanfarin ár eins og raunar í hinum Eystrasaltsríkjunum tveimur. 

Eistneska hagkerfið hefur orðið fyrir miklum búsifjum vegna minnkandi einkaneyslu, mikillar verðbólgu og minnkandi umsvifa á heimsvísu. 

Nær stöðugur hagvöxtur hefur verið í Eistlandi frá því landið fékk sjálfstæði árið 1991. Eina undantekningin var árið 1999 þegar verg landsframleiðsla dróst saman um 0,1%. Árið 2006 mældist hagvöxtur 11,4% og 7,1% á síðasta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK