Bandaríska fulltrúadeildin felldi björgunaráætlunina

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings felldi frumvarp um áætlun bandarískra stjórnvalda til að nota 700 milljarða dala af opinberu fé til bjargar bandaríska fjármálakerfinu. Gengi hlutabréfa hefur hrunið í kauphöllinni á Wall Street í kjölfarið. Þá hefur hráolíuverð lækkað um rúma 9 dali tunnan í rúma 97 dali. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er þó ekki endanleg.

Atkvæðagreiðslan hefur verið stöðvuð og standa samningaviðræður yfir um framhaldið. Svo virðist, sem verið sé að reyna að fá einhverja þingmenn til að breyta atkvæði sínu. 

Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði síðdegis um meira en 700 stig þegar fjárfestar sáu í hendi sér að frumvarpið yrði væntanlega fellt. Hlutabréfin hafa þó hækkað lítillega á ný og hafði Dow Jones nú undir klukkan 18 lækkað um 460 stig eða rúm 4%.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK