Bresk sveitarfélög áttu 180 milljarða hjá íslensku bönkunum

Breska dagblaðið The Daily Telegraph heldur því fram að bæjarfélög í Bretlandi hafi átt mikil innlán hjá dótturfélögum og útibúum íslensku bankanna þar í landi og hefur eftir heimildum að þau geti verið að tapa allt að milljarði punda eða yfir 180 milljörðum króna vegna þrots bankanna þriggja, Glitni, Landsbanka og Kaupþingi.

Kent átti mest inni

Bresk yfirvöld hafa sagt að þó að þau eða opinber tryggingasjóður innlána muni ná til reikninga einstaklinga gildi hið sama ekki hjá aðilum á borð við sveitar- og bæjarfélög. Samkvæmt samantekt blaðsins er staðfest fjárhæð innlána þessara aðila sem hér segir:

Kent, 50m pund

Samgöngusvið London, 40m pund

Dorset, 28m pund

Barnet, 27m pund

Hillingdon, 20m pund

Westminster, 17m pund

Hertfordshire, 17m pund

Brent, 15m pund

Havering, 12.5m pund

Cheltenham, 11m pund

North Lincolnshire: Sutton, 5.5m pund

Buckinghamshire: Cornwall, 5m pund

Powys, 4m pund

Flintshire, 3.7m pund

Rhondda, 3m

North East Lincolnshire, 2.5m pund

Gloucester, 2m pund

Monmouthshire, 1.2m pund

Tewkesbury, 1m pund

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK