Eitt fyrsta útrásarverkefnið hjá Kaupþingi

Á árinu 2003 hóf Kaupþing að kaupa hlutabréf í breska bankanum Singer & Friedlander. Í október það ár tilkynnti Kaupþing, sem þá hét reyndar KB banki, að hluturinn væri kominn í 6% af markaðsvirði, sem þá var um 50 milljarðar króna.

24. febrúar 2004 fór eignarhluturinn yfir 10% og raddir um yfirtöku urðu háværari. Enn var hluturinn aukinn það vor upp í 19,5% en enn stóð á yfirtökutilboði. Á sama tíma var eignarhaldsfélagið Burðarás, tengt Björgólfi Guðmundssyni, að kaupa hluti í Singer & Friedlander. Í apríl 2005 stóðu yfir viðræður um yfirtöku og KB banki gerði bindandi tilboð í lok mánaðar, upp á 52 milljarða fyrir afgang hlutafjárins.

„Eru menn þessa dagana að draga gullfiska af Íslandsmiðum?“ skrifaði Svenska Dagbladet þá. Um miðjan júní 2005 var eignarhlutur Kaupþings orðinn um 80%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK