Pundið aldrei lægra

Reuters

Breska pundið hefur aldrei verið lægra gagnvart evru og í dag. Um miðjan dag í dag hafði evran hækkað gagnvart pundinu og fékkst 0,8208 pund fyrir hverja evru. Var metið síðan í byrjun september þar með slegið en þá fékkst 0,8195 pund fyrir hverja evru.

Lækkun pundsins í dag skýrist af lækkun framleiðsluverðs í október í Bretlandi og telja sérfræðingar á fjármálamarkaði að Englandsbanki muni jafnvel lækka stýrivexti enn frekar en í síðustu viku lækkaði bankinn vexti um 1,5 prósentur, úr 4,5% í 3%. 

Pundið hefur einnig lækkað gagnvart Bandaríkjadal, er 1,57 dalur en var um tveir dalir í júlímánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK