SP vill undanþágu frá reglum um eigið fé

Fjármálafyrirtækið SP fjármögnun er í fjárhagskröggum og hefur óskað eftir því við Fjármálaeftirlitið að fá tímabundna undanþágu frá reglum um eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins, að SP hafi óskað eftir því við hluthafa að þeir auki hlutafé verulega.

Sparisjóðirnir stofnuðu SP fyrir 14 árum en Landsbankinn keypti 51% hlutafé árið 2002. Byr sparisjóður á 35% og sparisjóðirnir 14%. 

SP hefur m.a. lánað einstaklingum og fyrirtækjum til bílakaupa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK