PriceWaterhouseCoopers mun stýra BG Holding

Leikfangaverslunarkeðjan Hamleys er meðal eigna Baugs í Bretlandi.
Leikfangaverslunarkeðjan Hamleys er meðal eigna Baugs í Bretlandi.

Enskur dómstóll mun á morgun fela endurskoðunarfyrirtækinu PriceWaterhouseCoopers að stýra BG Holding, dótturfélagi Baugs Group, í greiðslustöðvun. BG Holding fer með eignir Baugs í  Bretlandi en skilanefnd Landsbankans fór fram á greiðslustöðvun félagsins á miðvikudagskvöld og hefur tilnefnt PriceWaterhouseCoopers sem tilsjónaraðila.

Þetta kemur fram á vef fréttaveitunnar Bloomberg í kvöld. Þar kemur fram að Landsbankinn hafi  komið í veg fyrir að Baugur seldi eignir í Bretlandi án samþykkis bankans. 

Skilanefndin sagðist í gær hafa notið aðstoðar PricewaterhouseCoopers í Bretlandi og fleiri í viðræðum við Baug um fjárhagslega endurskipulagningu. Það hafi verið álit ráðgjafa skilanefndarinnar að hagsmunir enskra félaga í eigu  BG Holding og kröfuhafa Landsbanka Íslands væru best tryggðir með því að fara þá leið að leggja fram beiðni um greiðslustöðvun BG Holding fyrir enskan dómstól.

Breska blaðið Daily Telegraph hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, sem tengjast Baugi, að fyrirtækið skuldi íslensku bönkunum þremur samtals rúmlega 1,3 milljarða punda, jafnvirði 217 milljarða króna. Eignir félagsins nemi hins vegar í mesta lagi 400 milljónum punda, jafnvirði 67 milljarða króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK