Kaupþing tók áhættu með Tchenguiz og fallið var hátt

Robert Tchenguiz
Robert Tchenguiz ANDRE CAMARA

Lán Kaupþings til bresk-íranska viðskiptajöfursins Robert Tchenguiz voru veitt að hluta gegnum flókið net aflands- og dótturfélaga með óbeinum veðum í félögum í breskri smásöluverslun. Mörg þessara félaga hafa verið seld og önnur hafa hrapað í verði.

Um var að ræða stærstu lánveitingar bankans til einstaks viðskiptamanns. Líklega er tjón bankans vegna þeirra umtalsvert.

Óbein veð og aukin áhætta

Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hefur Oscatello Investments Ltd., eignarhaldsfélagi Roberts Tchenguiz á Bresku Jómfrúreyjum, verið stefnt af Kaupþingi vegna skuldar upp á 107 milljarða íslenskra króna.

Skuldin var að mestu tryggð með veði í hlutabréfum og reikningum hlutafélaga. Veðhafi, sem í þessu tilviki er Kaupþing, hefur val um það hvort hann tekur veð ofarlega eða neðarlega í samstæðu, en á milli kunna að vera mörg félög. Eignasamstæða Tchenguiz er þannig uppsett að um er að ræða félög sem voru hliðsett öðrum félögum, sem áttu dótturfélög, sem áttu síðan eignir, t.d. bresku verslanakeðjuna Somerfield, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Lánanefnd samþykkti

Somerfield var selt síðasta sumar fyrir 1,57 milljarða punda til Co-operative Group. Ekki hefur neitt af því fjármagni skilað sér vegna óuppfylltra skilyrða sem bresk samkeppnisyfirvöld settu. Þau gáfu grænt ljós á söluna í október sl., eftir hrun Kaupþings, gegn ákveðnum skilyrðum, m.a. sölu verslana.

Lánanefnd stjórnar Kaupþings samþykkti samninginn við Oscatello í desember 2007. Velta má fyrir sér hvers vegna lánasamningar til Tchenguiz voru útbúnir þannig að tekin voru óbein veð ofarlega í samstæðunni. En hægt hefði verið að krefjast beinnar veðsetningar í verðmætum eignum samstæðu hans. Vera má að aðrir eigi veðkröfu neðarlega í samstæðunni. Ef svo er minnka möguleikar Kaupþings á að fá fullnustu kröfunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK