Vilja halda í átt að Evrópu

Frá Viðskiptaþingi í dag.
Frá Viðskiptaþingi í dag. Ragnar Axelsson

Forystumenn í íslensku atvinnulífi virtust sammála um upptöku evru og kosti aðildar að Evrópusambandinu í pallborðsumræðum á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs á Hilton Nordica.  

„Ég sem stjórnandi í fyrirtæki myndi aldrei komast upp með að hafa ekki vel skilgreinda stefnu,“ sagði Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. „Bíðið ekki eftir því að aðrir segi ykkur hverjir eigi að leiða okkur,“ sagði Jón og voru það skilaboð hans til stjórnmálamanna. Hann sagði að stjórnvöld ættu að leggja ríka áherslu á aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru.

Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, sagði að val okkar væri ekki evra eða króna. „Valið er hvort við viljum vera hluti af alþjóðasamfélaginu [...] eða viljum við bara skella í lás,“ sagði Kristín. Hún sagði að það færi í taugarnar á sér að stjórnmálamenn segðu að ESB-aðild væri ekki á dagskrá því aðild myndi ekki hjálpa okkur strax.  Það væri einmitt málið að setja ESB-aðild á dagskrá núna og vísaði til þess tíma sem það tæki að ganga í Evrópusambandið.

Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, sagði að stjórnmálamenn þyrftu að sýna hugrekki og treysta því gildismati sem þeir hefðu.

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaráls, sagði að svo virtist sem Íslendingar hefðu skellt hurðinni hressilega á alla þá sem hefðu lánað þjóðinni peninga. „Þegar að ný stjórnvöld taka við og fólk kemur úr stjórnarandstöðu í stjórn er mikilvægt að passa hvernig talað er við fólk sem kemur hingað til lands,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK