Skýrslu skilað í dag

Fjármálafyrirtækið Oliver Wyman mun skila skýrslu um samhæft endurmat á Nýja Landsbankanum (NBI), Nýja Kaupþingi og Íslandsbanka eigi síðar en á miðnætti í dag, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu (FME). Heimildir Morgunblaðsins herma að kynning verði unnin upp úr skýrslunni og hún gerð opinber í kjölfarið. Það gæti gerst strax á morgun.

Oliver Wyman hefur unnið að skýrslunni síðan endurskoðunarskrifstofan Deloitte skilaði inn lokaverðmati sínu á skuldum og eignum nýju bankanna þriggja um síðustu mánaðamót.

Það mat hefur þegar verið kynnt stjórnum bankanna þriggja, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Viðræður um skiptingu eigna að hefjast

Þegar skýrslu Oliver Wyman hefur verið skilað inn eiga formlega viðræður um skiptingu eigna milli gömlu og nýju bankanna að hefjast.

Þær munu fara fram á milli ráðgjafa stjórnvalda, sem er enska ráðgjafarfyrirtækið Hawkpoint, og þriggja alþjóðlegra ráðgjafa sem skilanefndir bankanna hafa ráðið til að sjá um hagsmuni kröfuhafa þeirra. Stefnt er að því að þessum viðræðum ljúki í síðasta lagi 18. maí næstkomandi.

Ef ekki tekst að semja um niðurstöðu á þeim tíma er hluti kröfuhafanna reiðubúinn að stefna ríkinu og bönkunum til að tryggja hagsmuni sína.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK