Lækka enn innlánsvexti

Landsbankinn lækkaði í dag vexti á verðtryggðum orlofsreikningum um eitt prósentustig og einnig vexti á ýmsum gjaldeyrisreikningum. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að ríkisbankarnir þurfa að lækka innlánsvexti sína til að gera reksturinn arðbæran.

Í fréttatilkynningu frá Kaupþingi á þriðjudaginn kom fram að bankinn hefði lækkað vexti fimm sinnum á árinu til að koma til móts við heimili og fyrirtæki, sem eru með þungar skuldabyrðar.

Lækkun innlánsvaxta gagnast hins vegar miklu frekar sjálfum bönkunum, sem eru stútfullir af peningum sem þeir hafa engin not fyrir vegna þess að efnahagsreikningur þeirra verður mun minni en upphaflega stóð til.

Bankarnir þurfa að keyra niður vexti af þessum innlánum þar sem þeir þurfa að greiða mikið fyrir að geyma þessa peninga á meðan þeir fá minni tekjur af útlánunum, sem eru að stórum hluta tengdar erlendum gjaldmiðlum.

Lækkun vaxta hefur strax áhrif á öll innlánin og minnkar kostnað hjá bönkunum. Hins vegar eru útlánin tregbreytanlegri enda samið um þau til lengri tíma. Það eru helst vextir skammtímalána, eins og yfirdráttalána, sem breytast strax.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK