Kanadískt félag kaupir í HS Orku

Hitaveita Suðurnesja
Hitaveita Suðurnesja

Kanadíska fyrirtækið Magma Energy kemur að kaupum Geysis Green Energy (GGE) á 34,7 prósenta hlut Reykjanesbæjar í HS Orku á þrettán milljarða króna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Magma mun koma að fjármögnun kaupanna og í kjölfarið kaupa 10,8 prósent hlut í HS Orku af GGE ef af þeim verður. Það mun skýrast á næstu vikum.

Erlendu fjárfestarnir gætu síðan eignast enn stærri hlut í HS Orku, sem er framleiðslu- og söluhluti þess sem áður var Hitaveita Suðurnesja, með hlutafjáraukningu í félaginu.

Félagið mun auk þess hafa áhuga á hlut Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Hafnarfjarðar í orkufyrirtækinu, en hann nemur um 32 prósentum. Óbindandi tilboð í hann verða opnuð á mánudagsmorgun en íslenska ráðgjafarfyrirtækið Arctic Finance hefur verið með þann hlut í sölumeðferð um nokkurt skeið. Fulltrúar ýmissa erlendra orkufyrirtækja eru staddir hérlendis um þessar mundir vegna þessa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK