Mikil þorskgengd í Barentshafi

Gríðarmikil þorskgengd er nú í Barentshafi. Er hrygningarstofninn nú áætlaður um 1 milljón tonna og hefur vaxið um 300 prósent undanfarinn áratug. Hefur þorskstofninn ekki verið jafn stór frá árinu 1948, að því er kemur fram í norska blaðinu Dagens Næringsliv.

Þar segir að hækkandi hitastig í Noregshafi valdi því að áta sé mikil og vaxtarskilyrði séu afar góð fyrir þorsk, ýsu, ufsa og síld.  

Haft er eftir Reidar Toresen, deildarstjóra hjá norsku hafrannsóknastofnuninni, að gera megi ráð fyrir mikilli fiskveiði í Barentshafi á komandi árum.  

Helga Pedersen, sjávarútvegsráðherra, lýsir hins vegar áhyggjum af því að þar sem hlýnun sjávar breiðist út muni fiskurinn halda áfram norður og austur og út úr norskri lögsögu. 

Þá segir Dagens Næringsliv, að í fyrsta skipti í sögunni kunni ráðuneytið að gefa úr minni veiðikvóta, en fiskifræðingar mæla með til að koma í veg fyrir frekari verðlækkun á fiski. Segir blaðið, að verð á fiski, svo sem þorski og ýsu, hafi lækkað að undanförnu, saltfiskgeymslurnar séu yfirfullar og margir sjómenn og útgerðarmenn sjái fram á lækkandi tekjur.   

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK