Fasteignaverð á uppleið í Bretlandi

Reuters

Íbúðaverð hækkaði um 1,6% í Bretlandi í síðasta mánuði og er þetta þriðji mánuðurinn í röð þar sem fasteignaverð hækkar þar í landi. Þykir þetta vísbending um að efnahagsástandið sé að batna í Bretlandi, samkvæmt nýjum tölum frá íbúðalánafyrirtækinu Halifax, sem er dótturfélag Lloyds Banking Group.

Hinsvegar er fasteignaverð enn 7,4% lægra heldur en það var fyrir tólf mánuðum síðan.Í tilkynningu frá Halifax kemur fram að hækkunina á milli mánaða megi meðal annars skýra með aukinni eftirspurn og litlu framboði á sölu. 

Samkvæmt Halifax er meðalverð á bresku heimili nú 163.533 pund, 32,5 milljónir króna.  

Síðar í vikunni verður kynnt stýrivaxtaákvörðun Englandsbanka og er fastlega gert ráð fyrir því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum í 0,5%.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK