AGS krefst þess að stjórnvöld í Úkraínu beiti neitunarvaldi

Reuters

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn krefst þess að ríkisstjórn Úkraínu beiti neitunarvaldi og komi í veg fyrir að frumvarp til laga um launa- og lífeyrismál sem samþykkt var á þingi í liðinni viku verði að lögum. Segir AGS að frumvarpið samræmist ekki áætlun AGS í Úkraínu.

Í yfirlýsingu AGS í dag kemur fram að efnahagsástandið og fjármál Úkraínu sé að ná jafnvægi með stuðningi AGS en grípa þurfi til aðgerða á sumum sviðum.

Sendinefnd á vegum AGS var nýverið í Kiev og átti þar viðræður við starfsmenn fjármálaráðuneytisins og seðlabankans. Var gengið frá samkomulagi um þær aðgerðir sem nauðsynlegt þykir að grípa til svo stöðugleika verði náð á ný í Úkraínu.

Er þess nú beðið að forseti Úkraínu, forsætisráðherra, fjármálaráðherra  og seðlabankastjóri, undirriti samkomulagið og um leið að lögin sem samþykkt voru í liðinni viku á þinginu, Rada, verði ekki samþykkt heldur muni stjórnvöld beita neitunarvaldi.

Úkraína, sem varð afar illa út úr fjármálakreppunni, horfir fram á 15 samdrátt í efnahagslífinu í ár. Hins vegar spáir Alþjóðabankinn því að hagvöxtur nemi 2,5% á næsta ári í Úkraínu.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK