„Lítil skref betri en engin"

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Árni Sæberg

Lítil skref eru betri en engin, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins um vaxtalækkun Seðlabanka Íslands. Hann segist vonast til þess að Seðlabankinn verði djarfari í næstu vaxtaákvörðun. 

Hann segir ljóst að fjármagnskostnaður verði að lækka á Íslandi til þess að fjárfestingar fari í gang í atvinnulífinu í því mæli sem miðað er við í áætlunum stjórnvalda.

Fyrirtæki sem hafa ekki aðgang að erlendu fjármagni eru ekki að fjárfesta," segir Vilhjálmur. Þannig að fjármagnskostnaður verður að lækka. Ef vextirnir lækka ekki og fjárfestingar fara ekki í gang hjá venjulegum fyrirtækjum þá nást ekki markmið sem fjárlagafrumvarpið byggir á og atvinnuleysi eykst samfara," segir Vilhjálmur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK