Evran grefur undan samkeppnishæfni

Sterk evra er farin að hafa áhrif samkeppnisstöðu fyrirtækja á …
Sterk evra er farin að hafa áhrif samkeppnisstöðu fyrirtækja á meginlandinu. VIRGINIA MAYO

Sterkt gengi evrunnar grefur undan arðsemi evrópska fyrirtækja þrátt fyrir að viðsnúningur sé hafin í helstu hagkerfum Myntandalagsins. Samkvæmt afkomutölum fyrirtækja á þriðja ársfjórðungi var samdráttur hagnaðar fyrirtækja á evrusvæðinu mun meiri en evrópskra fyrirtækja sem starfa í ríkjum sem eru ekki í Myntbandalaginu.

Breska blaðið Financial Times fjallar um greiningu hollenska fjármálafyrirtækisins ING á afkomu 311 evrópskra fyrirtækja á heimasíðu sinni í dag. Fram kemur í umfjölluninni að fyrirtæki í ríkjum á borð við Bretland og Sviss hafi þurft að þola 2,6% samdrátt í sölu og 1,2% samdrátt hagnaðar í heildina að undanförnu. Sambærilegar tölur fyrir fyrirtæki á evrusvæðinu sýna 12,5% samdrátt í sölu og 27% samdrátt hagnaðar á þriðja fjórðungi.

Vísbendingar um þessa þróun má sjá annarstaðar. Samkvæmt Thomson Reuters-fréttaveitunni er umtalsverður munur á afkomu fyrirtækja á evrusvæðinu og þeirra sem starfa utan þess. Nú hafa 36 af þeim 50 fyrirtækjum sem eru í EuroStoxx50-vísitölunni birt afkomu sína fyrir þriðja fjórðung. Að meðaltali jókst hagnaður og sala hjá þeim fyrirtækjum sem eru ekki skráð á evrusvæðinu um 6% og 7,4% á meðan að evrufyrirtækin sýndu aðeins 1,8% aukningu á hagnaði og 1,2% aukningu á sölu.

Gengi evrunnar stóð í 1,50 gagnvart Bandaríkjadal í gær og samkvæmt Financial Times hefur það styrkst um 15% það sem af er ári. Blaðið hefur eftir Gareth William, sérfræðingi hjá ING, að ljóst er að sterk evra hefur grafið undan samkeppnisstöðu fyrirtækja á evrusvæðinu og ljóst er að breytinga í þeim efnum er ekki að vænta. Sem kunnugt er þá hefur viðvarandi veiking Bandaríkjadals meðal annars haft þau áhrif að fjárfestar hafa leitað uppi öruggar eignir í evrum og hefur sú þróun leitt til þess að evran hefur hlutfallslega styrkst meira gagnvart Bandaríkjadal en aðrir af helstu gjaldmiðlum heims á undanförnum árum. Eins og bent er á í Financial Times skiptir áhrif þróunar gengis evrunnar á afkomu fyrirtækja umtalsverðu máli þar sem að túlka má þær sem vísbendingu að viðsnúningur eigi sér nú stað á evrusvæðinu án þess að umtalsverður kraftur færist í einkageirann samhliða.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK