Skuldir ríkja heims aukast um 45%

Skuldir ríkissjóða landa heimsins mun aukast um 45%, 15,3 billjónir evra, á árunum 2007 til 2010 samkvæmt útreikningum matsfyrirtækisins Moody's.

Fram kemur í yfirlýsingu frá Jaime Reusche, sérfræðingi hjá Moody's, að þetta sé 100 sinnum meira en kostnaður af Marshall-áætlun Bandaríkjanna eftir síðari heimsstyrjöld þegar verðbólga hefur verið tekin með í reikninginn. Marshall-áætlunin miðaði að því, að endurreisa efnahagslíf Evrópu eftir stríðið.

Moody's áætlar að heildarríkisskuldir heimsins verði yfir 49 billjónir dala árið 2010. Þar af verða um 75% skuldir ríkissjóða G7 ríkjanna, helstu iðnríkja heims en þau ríki hafa veitt gríðarlegu fé til að halda fjármálakerfi heimsins gangandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK