Enga hugmyndafræðilega sigra

Vilhjálmur Egilsson.
Vilhjálmur Egilsson. mbl.is/Golli

Skattahækkanir eru óumflýjanlegar við núverandi aðstæður og skattar verða a væntanlega háir næsta áratuginn. Niðurgreiðsla skulda er forgangsmál fyrir ríkið og taka verður strax tillit ríkisfjármálum til væntanlegra vaxtagreiðslna. Skattkerfið á hins vegar að miðast við að hámarka skatttekjur fyrir ríkið, en ekki að vinna einhverja hugmyndafræðilega sigra. Kom þetta fram í máli Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins á Skattadegi Deloitte í dag.

Segir hann að miðað við áætlanir ríkisstjórnarinnar um hlutfall skattahækkana og niðurskurðar útgjalda í jöfnuði ríkisfjármála á næstu árum sé búið að ná fram þeim skattahækkunum sem til var stefnt, en sami árangur hafi ekki náðst á útgjaldahliðinni. Því verður að ná aðlögun fyrir næstu ár nær eingöngu með niðurskurði. Fyrir stendur því erfitt tímabil aðlögunar í ríkisrekstri og vinnu við hana verður að byrja sem allra fyrst.

Þriggja þrepa skattkerfi er afturför að mati VIlhjálms. Meiri kostnaður er fyrir fólk um utanumhald og óánægja er með eftirágreiðslu skatts og vegna mismununar milli hjóna.  Samtökin ætla að berjast af hörku gegn skattlagningu á arðgreiðslu milli fyrirtækja. Sama á við um skattlagningu á arði úr einkahlutafélögum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK